Í apríl 2021 tókum við í Coven okkur saman og héldum listamarkað á netinu því samkomubann var í samfélaginu. Nú höldum við áfram í sama dúr með gerð þessarar vefsíðu, þar sem allir búa ekki á sama stað og við lifum á þessum tímum.  Nafnið Coven var valið vegna jah hvað skal segja – svartigaldur, nornir, drungi og samheldni eru orð sem passa við okkur.  Við elskum að búa til list og viljum deila henni með öðrum. Í framtíðinni viljum halda fleiri markaði, setja upp sýningar og halda áfram að bæta við vörum sem fólk eins og við og fólk eins og þið munið gleðjast yfir. Átta mismunandi listamenn, átta mismunandi persónuleikar, tugir listaverka.

Átta mismunandi listamenn, átta mismunandi persónuleikar, tugir listaverka!

Listaverkin okkar eru máluð á striga, prentuð, teiknuð á blöð, mótuð í höndunum eða í rauninni allt milli himins og hafs, fjöru og fjalls, himins og jarðar. Við notum blek, allskyns tegundir af málningu og pappír. Lítil og krúttlega, myrk og voðaleg, stór og stæðileg. Fögnum fjölbreytileikanum og skálum skissunum.